Phoenix burstaði Miami 7. janúar 2006 14:09 Steve Nash gaf 12 stoðsendingar í fyrsta leikhlutanum þegar Phoenix rúllaði Miami upp á heimavelli sínum í nótt NordicPhotos/GettyImages Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sjá meira
Stjörnum prýtt lið Miami Heat á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og í nótt tapaði liðið stórt fyrir Phoenix Suns 111-93, eftir að hafa fengið á sig 47 stig í fyrsta fjórðung leiksins. Dwayne Wade lék ekki með Miami í nótt, en Steve Nash fór á kostum í liði Phoenix, skoraði 11 stig og gaf 19 stoðsendingar, þar af 12 í fyrsta leikhlutanum, sem er annar besti árangur í sögu NBA. Raja Bell var stigahæstur í liði Phoenix með 24 stig, en sjö leikmenn Phoenix skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Antoine Walker skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Miami. Kobe Bryant sneri aftur úr leikbanni með LA Lakers og skoraði 48 stig og hirti 10 fráköst í sigri liðsins á Philadelphia 119-93. Allen Iverson skoraði 31 stig fyrir Philadelphia. Toronto vann fimmta leikinn í röð með sigri á Houston 112-92. Mike James skoraði 30 stig fyrir Toronto, en Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston. Atlanta vann Boston á útivelli 103-98. Al Harrington skoraði 28 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce og Delonte West skoruðu 23 hvor fyrir Boston. New Jersey lagði Orlando 113-106. Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey og Jason Kidd náði 69. þreföldu tvennu sinni á ferlinum með 16 stigum, 13 stoðsendingum og 11 fráköstum. Dwight Howard skoraði 19 stig og hirti 14 fráköst fyrir Orlando. New York burstaði Washington 113-92. Channing Frye skoraði 30 stig fyrir New York, en Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 22 stig hvor fyrir Washington. Detroit lagði Seattle 95-87. Tayshaun Prince og Chauncey Billups skoruðu báðir 21 stig fyrir Detroit og Ben Wallace hirti 21 frákast, en Rashard Lewis skoraði 27 stig fyrir Seattle. New Orleans sigraði Portland 90-80. Kirk Snyder skoraði 22 stig fyrir New Orleans, en Juan Dixon skoraði 27 stig fyrir Portland. San Antonio sigraði Minnesota 83-77. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio, en Kevin Garnett var með 18 stig og 17 fráköst hjá Minnesota. Memphis burstaði Utah, sem hafði unnið fimm leiki í röð, 87-65. Pau Gasol skoraði 27 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá Memphis, en Andrei Kirilenko skoraði 20 stig og varði 6 skot hjá Utah. Dallas sigraði Denver 114-112 í æsispennandi framlengdum leik. Carmelo Anthony skoraði 28 stig fyrir Denver, en Jason Terry skoraði 27 stig fyrir Dallas og Dirk Nowitzki skoraði einnig 27 stig, hirti 10 fráköst og varði 7 skot. Loks vann Sacramento góðan sigur á LA Clippers 118-114. Sam Cassell skoraði 28 stig fyrir Clippers, en Mike Bibby skoraði 32 stig fyrir Sacramento.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sjá meira