Leikur Dallas Mavericks og Chicago Bulls verður sýndur í beinni útsendingu á NBA TV á Digital Ísland í kvöld og hefst leikurinn klukkan 01:30. Þarna mætast tvö mjög skemmtileg lið sem koma til með að bjóða upp á góðan körfubolta í nótt.
Dallas er á mikilli siglingu þessa dagana og hefur unnið átta leiki í röð, enda veitir ekki af, því liðið á í harðri keppni við meistara San Antonio um efsta sætið í deildinni. Dallas hefur unnið 34 leiki og tapað aðeins 10, en Chicago hefur einnig gengið vel undanfarið og hefur liðið unnið fjóra leiki í röð.
Dirk Nowitzki er stigahæstur í liði Dallas og skorar að meðaltali um 26 stig í leik, en Ben Gordon skorar mest í liði Chicago, 15 stig að meðaltali.