LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers stöðvuðu sigurgöngu San Antonio í nótt með 101-87 sigri á heimavelli sínum. James fór á kostum og skoraði 44 stig í leiknum, en Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst hjá liði San Antonio sem greinilega var þreytt eftir erfiðan leik kvöldið áður.
Portland lagði Charlotte á útivelli 91-83. Zach Randolph skoraði 21 stig fyrir Portland, en Raymond Felton skoraði 16 stig fyrir Charlotte.
New Orleans lagði Washington 97-96. David West skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir New Orleans - en hann skoraði einmitt sigurkörfu liðsins á lokasekúndunni. Gilbert Arenas fór á kostum hjá Washington og skoraði 43 stig.
Toronto vann fjórða leikinn í röð þegar liðið skellti Minnesota 98-94 á útivelli. Mike James skoraði 27 stig fyrir Toronto, en Kevin Garnett var með 23 stig og hirti 19 fráköst hjá Minnesota.
Dallas vann auðveldan sigur á New York 100-72. Dirk Nowitzki skoraði 21 stig fyrir Dallas en Jalen Rose skoraði 13 stig fyrir New York.
Pau Gasol tryggði Memphis sigur á Golden State 81-79 á útivelli með skoti á síðustu sekúndu leiksins. Gasol skoraði 23 stig, hirti 13 fráköst og gaf 6 stoðsendingar, en Derek Fisher skoraði 21 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Golden State.
Loks vann LA Lakers góðan sigur á Utah Jazz 94-88. Kobe Bryant skoraði 23 stig fyrir Lakers, en Devin Brown var með 25 stig fyrir Utah.