Tiltekt í vændum hjá Real 2. mars 2006 19:25 Ummæli Martin þykja benda til þess að tekið verði til í herbúðum Real Madrid á næstunni AFP Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Fernando Martin, sem á dögunum tók við embætti forseta Real Madrid í kjölfar afsagnar Florentino Perez, segist ekki kæra sig um að vera með lið fullt af milljónamæringum sem ekki leggi sig fram á knattspyrnuvellinum. Þessi skilaboð þykja bera vott um að hann hafi í hyggju að taka til í herbúðum liðsins í sumar, en stjörnum prýtt lið Real hefur alls ekki staðið undir væntingum í vetur. "Ég vil ekki vera með lið fullt af milljónamæringum í höndunum, heldur sækist ég eftir hóp leikmanna sem leggur allt að veði til að bregðast ekki stuðningsmönnum liðsins og eru tryggir stefnu félagsins 24 tíma sólarhrings," sagði Martin. "Ég er ekki maður sem hikar við að taka erfiðar ákvarðanir ef mér þykir ljóst að einhverjir leikmenn eru bara hérna til að hirða kaupið sitt, en þeir leikmenn sem gefa allt í vinnu sína munu hljóta óskipta náð og stuðning minn sem og annara." Martin segist þegar hafa sett saman nefnd manna sem mun kanna hvort kominn sé tími til að taka til í herbúðum liðsins og hefur látið í veðri vaka að þeir sem ekki standast rannsókn nefndarinnar og hafa ekki lagt sig alla fram undanfarið - verði einfaldlega látnir fara frá félaginu. Brasilíski framherjinn Ronaldo er einn þeirra sem hefur verið gagnrýndur hvað mest fyrir framlag sitt að undanförnu og þykir viðmót hans hafa slæm áhrif á liðsandann. Þessar yfirlýsingar forsetans koma eflaust til með að hafa jákvæð áhrif á stuðningsmenn liðsins, sem flestir eru búnir að fá upp í kok af slæmu gengi liðsins í vetur, sem kórónaðist með tapi liðsins gegn slöku liði Mallorca á dögunum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Spænski boltinn Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira