Óttast um áhrif árásanna á friðarviðræður 16. október 2006 11:34 Vavunya á Sri Lanka. MYND/AP Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Uppreisnarmenn Tamíltígra drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli þeirra og stjórnarhersins í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002. Í morgun var gerð árás á bílalest stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka en talið er að Tamíltígrar beri ábyrgð á árásinni. Bílalestin var á leið frá austurströndinni inn í miðja eyjuna þar sem setið var fyrir lestinni. Vörubíl fullum af sprengiefni hafði verið lagt á veginn og sprengdi bílstjórinn sig og bílinn í loft upp þegar bílalestin kom að. Þrettán rútur eyðilögðust í árásinni og um sjötíu manns létust auk þess sem tugir slösuðust. Þorfinnur Ómarsson er talsmaður vopnahléseftirlitsins á Sri Lanka en starfsmaður á þeirra vegum var staddur í nokkra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í morgun. Þorfinnur segir árásarstaðinn vera fyrir utan hefðbundin átakasvæði eða inn í miðju landinu og þar séu venjulega ekki framin verk af þessu tagi. Friðarviðræður milli Tamíltígra og stjórnarhersins eiga að hefjast á ný í Genf í Sviss eftir tíu daga og óvíst er hver áhrif árásanna í morgun eru á þær. Þorfinnur segir mikilvægt að menn haldi ró sinni og mæti á fundinn þrátt fyrir árásirnar í morgun þar sem þær séu gríðarlegar mikilvægar fyrir framtíðina. Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Tæplega sjötíu manns létust í sjálfsmorðsárás Tamíltígra á stjórnarherinn í norðurhluta Sri Lanka í morgun. Óttast er að árásin hafi slæm áhrif á friðarviðræður sem hefjast eiga eftir tíu daga. Uppreisnarmenn Tamíltígra drógu sig út úr friðarviðræðum í apríl á þessu ári og til átaka kom milli þeirra og stjórnarhersins í júlí. Mörg hundruð her- og uppreisnarmenn og óbreyttir borgarar hafa týnt lífi síðan þá og hafa átökin ekki verið meiri og verri á Srí Lanka síðan samið var um vopnahlé árið 2002. Í morgun var gerð árás á bílalest stjórnarhersins í norðurhluta Sri Lanka en talið er að Tamíltígrar beri ábyrgð á árásinni. Bílalestin var á leið frá austurströndinni inn í miðja eyjuna þar sem setið var fyrir lestinni. Vörubíl fullum af sprengiefni hafði verið lagt á veginn og sprengdi bílstjórinn sig og bílinn í loft upp þegar bílalestin kom að. Þrettán rútur eyðilögðust í árásinni og um sjötíu manns létust auk þess sem tugir slösuðust. Þorfinnur Ómarsson er talsmaður vopnahléseftirlitsins á Sri Lanka en starfsmaður á þeirra vegum var staddur í nokkra kílómetra fjarlægð frá árásarstaðnum í morgun. Þorfinnur segir árásarstaðinn vera fyrir utan hefðbundin átakasvæði eða inn í miðju landinu og þar séu venjulega ekki framin verk af þessu tagi. Friðarviðræður milli Tamíltígra og stjórnarhersins eiga að hefjast á ný í Genf í Sviss eftir tíu daga og óvíst er hver áhrif árásanna í morgun eru á þær. Þorfinnur segir mikilvægt að menn haldi ró sinni og mæti á fundinn þrátt fyrir árásirnar í morgun þar sem þær séu gríðarlegar mikilvægar fyrir framtíðina.
Fréttir Innlent Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira