Bjartar efnahagshorfur - þenslan gengur niður Jón Sigurðsson skrifar 26. janúar 2007 00:01 Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun