Bjartar efnahagshorfur - þenslan gengur niður Jón Sigurðsson skrifar 26. janúar 2007 00:01 Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Allt bendir nú til þess að þenslan í íslensku hagkerfi sé að ganga niður. Í vor og sumar lýkur mestu stórframkvæmdum Íslandssögunnar og hefur það auðvitað veruleg áhrif. Hækkanir íbúðaverðs hafa einnig verið að minnka. Þrátt fyrir þetta verður atvinnuöryggi tryggt á komandi mánuðum og kaupmáttur ráðstöfunartekna heldur áfram að aukast, enda þótt um hægist. Þetta tvennt, atvinna og kaupmáttur ráðstöfunartekna, eru þeir þættir sem varða almenning mestu. Á árinu 2007 er gert ráð fyrir 2,2% hagvexti og 3,8% verðbólgu, sem mun nálgast verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands eftir því sem líður á árið. Viðskiptahalli verður enn talsverður, en mun þó lækka úr 22,4% af landsframleiðslu í fyrra niður í 14,5% á þessu ári. Hafa ber í huga að viðskiptahallinn tengist að hluta arðbærum framkvæmdum. Framleiðsluspenna í hagkerfinu gengur niður á þessu ári og aðhald í stjórn peningamála hefur aukist. Aðhald í stjórn ríkisfjármála hefur einnig farið vaxandi. Það lá fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að þensla hlyti að verða um skeið í efnahagslífinu á þessu kjörtímabili. Stærstu verklegar framkvæmdir Íslandssögunnar, á Austurlandi, hlytu að hafa slík áhrif. Vitað var líka að umbylting fjármálakerfisins yrði áraun fyrir jafnvægi, enda þótt fáir hafi getað séð fyrir þá stórkostlegu þróun og vöxt sem hlaupið hefur í íslensku viðskiptabankana og útrásarfyrirtækin á síðustu árum. Þá var því einnig lýst fyrirfram að umbreytingar á fasteignalánamarkaði yrðu þensluvaldandi, en reyndar gat enginn séð fyrir þá þenslu sem varð við innkomu viðskiptabankanna á þann markað í skyndi á síðari hluta árs 2004 og síðan. Engin ástæða er til að fjargviðrast um hagstjórnarmistök. Þetta eru mikilsverð þróunar-verkefni sem hafa veruleg áhrif á allt efnahagsumhverfið meðan á þeim stendur. Ekki eru heldur ástæður til að kenna stýrivöxtum um þensluna. Stýrivextir eru liður í viðbragði og lækningu en ekki undirrót vanda. Því síður er forsenda til að kenna íslensku krónunni um. Gengisbreytingar eru ævinlega tvíhliða eða marghliða og fleiri gjaldmiðlar hækka og lækka en hún ein. Íslenska krónan hefur staðið sig eftir öllum atvikum vel og gegnt hlutverkum sínum enda liggur það fyrir að erlendir bankar lýsa áhuga á henni og á íslensku vaxtastigi með útgáfum krónubréfa. Aftur á móti er ástæða til að hafa áhyggjur vegna afstöðu stjórnarandstöðunnar. Hún virðist einblína á útgjaldapólitík án þess að viðurkenna þörf á tekjuöflun og fyrir kröftugt samkeppnishæft atvinnulíf og viðskiptakerfi til að standa undir mennta- og velferðarkerfinu. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun