Hleypur í fyrsta skipti í tuttugu ár 6. júlí 2007 02:15 Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Tryggingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdómum því hreyfing minnkar mjög í kjölfarið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæðum, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæstánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strákana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í léttum dúr. Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fimm íslenskir stoðtækjanotendur fengu í gær háþróaða hlaupafætur að gjöf frá Össuri hf. til að auðvelda þeim að hreyfa sig reglulega og njóta lífsins betur. Lárus Gunnsteinsson hjá Össuri segir að gríðarleg þróun hafi verið á hlaupafótum síðustu árin. Efnið er úr koltrefjar með sérstakri lögun og valið fyrir hvern og einn einstakling og hvað hann hugsar sér að gera. „Það má kannski geta þess að Tryggingastofnun greiðir ekki hjálpartæki til íþróttaiðkana,“ segir Lárus. „Fulltrúar frá stofnuninni voru hér í dag og sýndu þessu gríðarlegan áhuga. Það er ljóst að hreyfing og þjálfun kemur í veg fyrir aðra sjúkdóma. Aflimun einhvers háttar eykur hættu á sykursýki og æðasjúkdómum því hreyfing minnkar mjög í kjölfarið. Þetta er gríðarleg skerðing á lífsgæðum, ég tala ekki um fyrir ungt fólk sem er vant íþróttum.“ Guðmundur Ólafsson var einn af þeim sem fengu hlaupafæturna og var hæstánægður með þá. „Þetta er í fyrsta skipti í tuttugu ár sem ég hleyp. Ég er búinn að æfa mig í nokkra tíma og þetta gengur frábærlega. Það er eins og ég hafi lent í lukkupotti. Ég er aðstoðarþjálfari Fjölnis í fótbolta og nú þýðir ekkert fyrir strákana að kalla Gummi og hlaupa svo í burtu. Ég get náð þeim núna,“ sagði hann í léttum dúr.
Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira