Mikil eftirspurn eftir Apple iPhone 28. mars 2007 09:44 Gaman verður að sjá hvernig iPhone leggst í græjuóða íslendinga. Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. iPhone á að fara í sölu í júnímánuði í Bandaríkjunum. Símafyrirtækið AT&T verður eina fyrirtækið sem má selja hann þar í landi og það lítur út fyrir að það verði auðvelt verk. iPhone er í raun þrjú tæki, sameinuð í eitt: Sími, iPod og internet tæki. Sími til að tala í, iPod til að hlusta á tónlist og Internet tæki, sem samanstendur t.d af Internet vafra, kortaþjónustu frá Google og tölvupóstþjónustu. Þó er líklegt að við höfum ekki séð allt sem verður í boði. iPhone er GSM sími sem hefur GPRS og EDGE gagnaflutningstengingu. Hann hefur þar að auki WiFi þráðlaust netkort, þannig að það er hægt að tengja hann við þráðlaus net, til dæmis heimavið og á kaffihúsum. Það sem er byltingarkennt við iPhone er snertiskjárinn. Hingað til hafa snertiskjáir aðeins getað skynjað snertingu á einum stað, en snertiskjárinn á iPhone getur skynjað snertingu á mörgum stöðum. Þetta gerir það að verkum að notendaviðmótið á iPhone er byltingarkennt. Til dæmis nægir að strjúka tveim puttum í átt til hvors annars til að smækka mynd á skjánum og til baka til að stækka myndina. Til að fletta í gegnum símaskrána er nóg að nota einn putta og strjúka skjánum, í þá átt sem á að fletta. Til að fletta í gegnum tónlistina í iPod hlutanum er flett á sama hátt í gegnum myndir af plötuumslögum og þeim snúið við til að velja lagið sem á að spila. Búist er við að iPhone komi á markaðinn í Evrópu einhverntímann í október, nóvember eða desember á þessu ári. Ef þessi tímasetning stenst, er möguleiki að græjuóðir Íslendingar fái mjög spennandi jólapakka í ár. Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri AT&T símafyrirtækisins sagði í gær, við opnun ráðstefnunar CTIA Wireless í Bandaríkjunum að þeir hefðu fengið yfir eina milljón fyrirspurna frá viðskiptavinum sínum um Apple iPhone. Það er líklegt að önnur símafyrirtæki út um allan heim hafi fengið annað eins af fyrirspurnum um þennan síma. iPhone á að fara í sölu í júnímánuði í Bandaríkjunum. Símafyrirtækið AT&T verður eina fyrirtækið sem má selja hann þar í landi og það lítur út fyrir að það verði auðvelt verk. iPhone er í raun þrjú tæki, sameinuð í eitt: Sími, iPod og internet tæki. Sími til að tala í, iPod til að hlusta á tónlist og Internet tæki, sem samanstendur t.d af Internet vafra, kortaþjónustu frá Google og tölvupóstþjónustu. Þó er líklegt að við höfum ekki séð allt sem verður í boði. iPhone er GSM sími sem hefur GPRS og EDGE gagnaflutningstengingu. Hann hefur þar að auki WiFi þráðlaust netkort, þannig að það er hægt að tengja hann við þráðlaus net, til dæmis heimavið og á kaffihúsum. Það sem er byltingarkennt við iPhone er snertiskjárinn. Hingað til hafa snertiskjáir aðeins getað skynjað snertingu á einum stað, en snertiskjárinn á iPhone getur skynjað snertingu á mörgum stöðum. Þetta gerir það að verkum að notendaviðmótið á iPhone er byltingarkennt. Til dæmis nægir að strjúka tveim puttum í átt til hvors annars til að smækka mynd á skjánum og til baka til að stækka myndina. Til að fletta í gegnum símaskrána er nóg að nota einn putta og strjúka skjánum, í þá átt sem á að fletta. Til að fletta í gegnum tónlistina í iPod hlutanum er flett á sama hátt í gegnum myndir af plötuumslögum og þeim snúið við til að velja lagið sem á að spila. Búist er við að iPhone komi á markaðinn í Evrópu einhverntímann í október, nóvember eða desember á þessu ári. Ef þessi tímasetning stenst, er möguleiki að græjuóðir Íslendingar fái mjög spennandi jólapakka í ár.
Tækni Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Ómar nýr framkvæmdastjóri hjá Digido Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira