Viðskipti erlent

Hollenskir bjórframleiðendur sektaðir

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur dæmt hollensku bjórframleiðendurna Heineken, Grolsch og Bavaria til að greiða um 273,7 milljónir evra, jafnvirði rúmra 24 milljarða íslenskra króna, í sektir vegna ólögmæts verðsamráðs fyrirtækjanna og aðrar samkeppnishamlandi aðgerðir.

Framkvæmdastjórnin hefur haft hollensku bjórframleiðendurna undir smásjánni í áraraðir eða allt frá því seint á tíunda áratug síðustu aldar þegar rannsókn var sett í gang á sölu á miðinum gyllta frá fyrirtækjunum til kráa og veitingastaða.

Heineken fékk langhæstu sektina en fyrirtækið þarf að greiða 219 milljónir evra, jafnvirði 19,4 milljarða íslenskra króna, að sögn BBC.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×