Könnunarfar Nasa, Messenger, kemst í kvöld í mikla nálægð við reikistjörnuna Venus og verður að öllum líkindum í kjöraðstöðu til að mynda yfirborð Venusar og rannsaka.
Farið, sem er á leið til Merkúr, hefur áður farið framhjá Venus. Það gerðist í október í fyrra þegar reikistjarnan var akkúrat hinummegin á sporbraut sinni. Þá var könnunarfarið úr sambandi við jörðu og aðstæður til myndatöku ekki góðar.
Nú vill svo til að annað könnunarfar á vegum Evrópsku geimferðastofnunarinnar er á svipuðum slóðum. Því gefst nú einstakt tækifæri til að mynda Venus frá tveimur sjónarhornum á sama tíma.
Messenger með Venus innan seilingar
