OMX sendir spurningalista til Dubai 29. ágúst 2007 14:34 Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq. Hann hefur rætt við hluthafa í OMX síðustu daga til að tryggja að yfirtakan á norrænu kauphallarsamstæðunni gangi í gegn. Mynd/AFP Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Í tilkynningu frá OMX segir að stjórn OMX-samstæðunnar hafi lýst yfir stuðningi við tilboðið frá Nasdaq. Yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur í hlut en tilboð Nasdaq er upp á 210 sænskar krónur á hlut. Tilboð Nasdaq samanstendur af hlutum í sameiginlegu félagi auk greiðslu í reiðufé en tilboð markaðarins í Dubai hljóðaði upp á að greitt verði með reiðufé fyrir alla hlutina. Kauphöllin í Dubai hefur þegar greint frá því að hún hafi tryggt sér rúman 25 prósenta hlut í OMX. Vegna yfirtökubaráttunnar hefur Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, farið til Svíþjóðar og rætt þar við stjórn OMX-samstæðunnar og reynt að tryggja að yfirtökutilboð Nasdaq í samstæðuna nái fram að ganga. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórn norrænu OMX-kauphallarsamstæðunnar sendi kauphöllinni í Dubai bréf í dag þar sem svara er óskað við nokkrum spurningum svo hægt sé að meta yfirtökutilboð kauphallarinnar í OMX. Nasdaq hafði áður gert yfirtökutilboð í OMX-samstæðuna, sem meðal annars rekur Kauphöllina hér. Í tilkynningu frá OMX segir að stjórn OMX-samstæðunnar hafi lýst yfir stuðningi við tilboðið frá Nasdaq. Yfirtökutilboð kauphallarinnar í Dubai í OMX hljóðar upp á 230 sænskar krónur í hlut en tilboð Nasdaq er upp á 210 sænskar krónur á hlut. Tilboð Nasdaq samanstendur af hlutum í sameiginlegu félagi auk greiðslu í reiðufé en tilboð markaðarins í Dubai hljóðaði upp á að greitt verði með reiðufé fyrir alla hlutina. Kauphöllin í Dubai hefur þegar greint frá því að hún hafi tryggt sér rúman 25 prósenta hlut í OMX. Vegna yfirtökubaráttunnar hefur Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, farið til Svíþjóðar og rætt þar við stjórn OMX-samstæðunnar og reynt að tryggja að yfirtökutilboð Nasdaq í samstæðuna nái fram að ganga.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira