Ný tækni margfaldar geymslugetu harðra diska 16. október 2007 11:07 Hitachi ætlar að framleiða harðan disk fyrir ferðatölvur sem hefur eitt þúsund gígabæta minni. MYND/AFP Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska. Aðferðin byggir á tækni sem nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði, Albert Fert og Peter Grunberg, fundu upp fyrir tíu árum. Þá olli tæknin byltingu í geymsluminni harðra diska en hefur á undanförnum árum þurft að víkja fyrir nýrri tækni. Vísindamenn hjá Hitachi hafa hins vegar fundið leið til að endurbæta tæknina og með því hefur þeim tekist að margfalda geymslugetu tölvudiska. Segjast vísindamennirnir geta nú komið fyrir allt eitt þúsund gígabæta minni á svæði sem ekki er stærra en 6,4 fersentimetrar. Miðað við núverandi tækni er ekki hægt geyma meira en 200 gígabæt á samsvarandi svæði. Forsvarsmenn Hitachi fyrirtækisins segja að með tækninni sé hægt að framleiða harðan disk með fjögur þúsund gígabæta geymsluminni. Á þessum disk væri hægt að geyma rúmlega milljón lög. Áætlað er að tæknin muni verða aðgengileg almenningi árið 2011. Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Japanska fyrirtækið Hitachi hefur fundið leið til að margfalda geymsluminni harðra diska í tölvum. Því er spáð að tæknin muni fimmfalda núverandi geymslugetu tölvudiska. Aðferðin byggir á tækni sem nóbelsverðlaunahafarnir í eðlisfræði, Albert Fert og Peter Grunberg, fundu upp fyrir tíu árum. Þá olli tæknin byltingu í geymsluminni harðra diska en hefur á undanförnum árum þurft að víkja fyrir nýrri tækni. Vísindamenn hjá Hitachi hafa hins vegar fundið leið til að endurbæta tæknina og með því hefur þeim tekist að margfalda geymslugetu tölvudiska. Segjast vísindamennirnir geta nú komið fyrir allt eitt þúsund gígabæta minni á svæði sem ekki er stærra en 6,4 fersentimetrar. Miðað við núverandi tækni er ekki hægt geyma meira en 200 gígabæt á samsvarandi svæði. Forsvarsmenn Hitachi fyrirtækisins segja að með tækninni sé hægt að framleiða harðan disk með fjögur þúsund gígabæta geymsluminni. Á þessum disk væri hægt að geyma rúmlega milljón lög. Áætlað er að tæknin muni verða aðgengileg almenningi árið 2011.
Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira