Upptrekkt ljós fyrir Afríku Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 07:49 Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum. Ljós og lífÁ fátækustu svæðum Afríku eru fá heimili sem hafa aðgang að rafmagni. “Líf íbúanna stoppar eða er mjög takmarkað eftir sólsetur,” segir Kristine Pearson forstjóri stofnunarinnar á fréttavef BBC og bætir við að tveir klukkutímar af ljósi í viðbót myndu gera gæfumuninn fyrir líf þeirra. Alþjóðabankinn áætlar að meira en 500 milljón manns sunnan Sahara hafi ekki aðgang að rafmagni fyrir heimili sín. Í stað noti fólk steinolíulampa, ljós sem ganga fyrir batteríi eða kveikir eld til að lýsa upp eftir sólsetur. Þeir valkosti geti verið kostnaðarsamir auk þess sem erfitt er að nálgast eldivið og óhollt að brenna hann. Hluti af LifeLight verkefninu er að hanna hleðslustöð sem gæti hlaðið nokkur færanleg ljós. Tæknin hefur þegar verið notuð til að hanna vasaljós og smærri ljós sem trekkt eru upp. Hún er sömu tegundar og notuð var við útvörp sem stofnunin hefur dreift á svæðinu. Í stað þess að gefa ljósin eingöngu og fara svo, hefur stofnunin ákveðið að ráða konur til að selja ljósin. Þær verða einnig þjálfaðar til að laga og viðhalda ljósunum fyrir viðskiptavini. Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum. Ljós og lífÁ fátækustu svæðum Afríku eru fá heimili sem hafa aðgang að rafmagni. “Líf íbúanna stoppar eða er mjög takmarkað eftir sólsetur,” segir Kristine Pearson forstjóri stofnunarinnar á fréttavef BBC og bætir við að tveir klukkutímar af ljósi í viðbót myndu gera gæfumuninn fyrir líf þeirra. Alþjóðabankinn áætlar að meira en 500 milljón manns sunnan Sahara hafi ekki aðgang að rafmagni fyrir heimili sín. Í stað noti fólk steinolíulampa, ljós sem ganga fyrir batteríi eða kveikir eld til að lýsa upp eftir sólsetur. Þeir valkosti geti verið kostnaðarsamir auk þess sem erfitt er að nálgast eldivið og óhollt að brenna hann. Hluti af LifeLight verkefninu er að hanna hleðslustöð sem gæti hlaðið nokkur færanleg ljós. Tæknin hefur þegar verið notuð til að hanna vasaljós og smærri ljós sem trekkt eru upp. Hún er sömu tegundar og notuð var við útvörp sem stofnunin hefur dreift á svæðinu. Í stað þess að gefa ljósin eingöngu og fara svo, hefur stofnunin ákveðið að ráða konur til að selja ljósin. Þær verða einnig þjálfaðar til að laga og viðhalda ljósunum fyrir viðskiptavini.
Tækni Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira