Viðskipti erlent

Blair hvetur til fjárfestinga í Palestínu

Óli Tynes skrifar
Tony Blair.
Tony Blair.

Tony Blair hvetur fjárfesta til þess að dæla peningum inn í efnahag Palestínumanna. Hann segir að þar séu ýmis tækifæri þrátt fyrir hernám Ísraela.

Stjórn Palestínumanna og einkaaðilar hafa boðið fjárfestum til fráðstefnu í næsta mánuði þar sem boðin verða út verkefni upp á einn milljarð dollara eða um 75 milljarða króna.

Tony Blair er sérlegur fulltrúi Miðausturlanda kvertettsins svonefnda. Í honum eru Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar.

Hann sagði að hið pólitíska ástand væri efnahag Palestínu þungt í skauti.

Vonir stæðu hinsvegar til þess að ýmsum hömlum verði aflétt á næstunni og vegna þessara erfiðleika væru tækifærin jafnvel meiri en ella.

Salam Fayyad, forsætisráðherra palestinsku heimastjórnarinnar segir að ef Ísraelar léttu ferðahömlum af Vesturbakkanum gæti hagvöxtur orðið 10 prósent á næstu þrem árum.

Við núverandi aðstæður spáði hann sex prósenta hagvexti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×