Faðir Netsins boðar nýtt IP-tölukerfi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. september 2008 08:19 Vinton Cerf, faðir Netsins. MYND/Theage.com Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi. Vinton Cerf er maðurinn á bak við hinn svokallaða IP/TCP-staðal sem öll netumferð byggist á. IP-tala tölvu, eða Internet Protocol, er notuð til að tilgreina staðsetningu hennar á Netinu og er að mörgu leyti keimlík kennitölum einstaklinga nema hvað hún hefur meira með staðsetningu að gera og líkist ef til vill húsnúmeri eða símanúmeri á Netinu. Þessar tölur eru nú farnar að verða af skornum skammti segir Cerf og líkir ástandinu við það er bæta þurfi staf eða stöfum við símanúmer til að hægt sé að bæta við fleiri notendum. Auðvitað er framkvæmdin þó flóknari á Netinu. IP-staðallinn er í grunninn frá árinu 1977 og þá voru 4,2 milljarðar IP-talna til skiptanna. Nú er fyrirsjáanlegt að þær verði uppurnar árið 2010 og er því unnið hörðum höndum að þróun nýs staðals. Líklegt er að fyrir valinu verði IPv6-staðallinn svonefndi en hann nota Japanir meðal annars til að senda boð frá jarðskjálftanemum til tölva. Tækni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi. Vinton Cerf er maðurinn á bak við hinn svokallaða IP/TCP-staðal sem öll netumferð byggist á. IP-tala tölvu, eða Internet Protocol, er notuð til að tilgreina staðsetningu hennar á Netinu og er að mörgu leyti keimlík kennitölum einstaklinga nema hvað hún hefur meira með staðsetningu að gera og líkist ef til vill húsnúmeri eða símanúmeri á Netinu. Þessar tölur eru nú farnar að verða af skornum skammti segir Cerf og líkir ástandinu við það er bæta þurfi staf eða stöfum við símanúmer til að hægt sé að bæta við fleiri notendum. Auðvitað er framkvæmdin þó flóknari á Netinu. IP-staðallinn er í grunninn frá árinu 1977 og þá voru 4,2 milljarðar IP-talna til skiptanna. Nú er fyrirsjáanlegt að þær verði uppurnar árið 2010 og er því unnið hörðum höndum að þróun nýs staðals. Líklegt er að fyrir valinu verði IPv6-staðallinn svonefndi en hann nota Japanir meðal annars til að senda boð frá jarðskjálftanemum til tölva.
Tækni Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira