Viðskipti erlent

Danskur fasteignarisi í vanda, FIH meðal lánadrottna

Framtíð Essex Invest, næststærsta fasteignafélags Danmerkur er nú óljós. Stærstu lánadrottnar félagsins eru FIH bankinn og Danske Bank en fjöldi annarra lánastofnana, danskra og erlendra hefur einnig lánað félaginu.

Í frétt um málið á börsen.dk segir að Essex Invest eigi nú í samningaviðræðum við lánadrottna sína og að niðurstaðan úr þeim viðræðum þýði líf eða dauða félagsins. Bókfært virði Essex Invest, sem staðsett er í Árósum, nemur 12,4 milljörðum danskra kr. eða um 310 milljörðum kr.

Poul Steffensen forstjóri Essex Invest er bjartsýnn á að samningar náist við lánasdrottna sem tryggi framtíð félagsins. „Þetta mun heppnast," segir Steffensen.

Samkvæmt heimildum börsen.dk er Essex Invest nú í óformlegri greiðslustöðvun en félagið hefur ekki getað borgað af skuldum sínum síðan í lok september. Steffensen vill ekki tjá sig um það mál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×