Viðskipti erlent

Magma: Tapaði rúmum 500 milljónum á síðasta ári

Tap Magma Energy nam tæpum 4,5 milljónum dollara á síðasta rekstrarári félagsins (árið er júní til júní) eða rúmlega 500 milljónum kr. Af þessu tapi féllu tæplega 1,9 milljón dollara til á síðasta ársfjórðungi rekstrarársins.

 

Ross Beaty formaður Magma er þó brattur í tilkynningu um uppgjörið sem sent var kauphöllinni í Toranto í vikunni. Hann bendir á að félaginu hafi tekist að afla sér yfir 130 milljóna dollara í nýju fjármagni, þar af 110 milljónum dollara með hlutafjáraukningu. „Við förum inn í annað rekstrarár okkar í heilbrigðu standi," segir Beaty.

 

Fram kemur í uppgjörinu að handbært fé frá rekstri (working capital) hafi numið rúmlega 2,7 milljónum dollara við lok rekstrarársins. Þá eigi félagið enn ónýtta lánalínu upp að 20 milljónum dollara.

 

Meðal helstu eigna Magma eru orkuverið Soda Lake í Nevada og nú stór hlutur í HS Orku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×