Viðskipti erlent

Enn meiri niðurskurður boðaður í Lettlandi

Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands.
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands.
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, boðar frekari niðurskurð en tilgreinir ekki hvað felst í aðgerðunum. Nú þegar hefur ríkisstjórn landsins skorið mikið niður í ríkisútgjöldum.

Valdis segir að ríkisstjórnin verði að grípa til þessara aðgerða til að tryggja neyðarlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu upp á sjö og hálfan milljarð evra til að koma í veg fyrir gengishrun latsins, gjaldmiðils Letta, og þjóðargjaldþrot

Allt þangað til fyrra var mikil uppsveifla í Lettlandi og hinum Eystrasaltsríkjunum tveimur, Litháen og Eistlandi, líkt og á Íslandi.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar verða kynntar eftir helgi. Þá er á næstu dögum von á Joaquin Almunia til landsins en hann fer með stjórn efnahagsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×