Viðskipti erlent

Magasin du Nord og Illum í vandræðum með leiguskuldir

Dönsku stórverslanirnar Magasin du Nord og Illum eru í vandræðum með húsaleiguskuldir. Samkvæmt heimildum blaðsins Börsen hafa þær vikufrest til að greiða skuldirnar annars verður dyrunum lokað.

Samkvæmt Börsen nema þessar skuldir einhverjum tugum milljóna danskra króna eða hundruðum milljóna kr.

Það er fasteignafélagið Landic sem sent hefur húsaleigureikninginn til Magasin og Illum gegnum félagið Atlas II. Móttakandinn er Straumur sem nú fer með 75% hlut í verslununum í gegnum félagið M Holding.

Ein af kröfunum til Illum hljóðar upp á 18,2 milljónir danskra kr. eða rúmlega 400 milljónir kr. sem mun vera húsaleiga fyrir fjórða ársfjórðung í fyrra og þann fyrsta í ár.

Þá segir Börsen að Magasin skuldi a.m.k. eins mánaðarleigu. Verið er að semja um þessi mál að sögn blaðsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×