Viðskipti erlent

Olíuverðið hátt

dýrari dropi Olíuverð hefur ekki verið hærra í sjö mánuði.
dýrari dropi Olíuverð hefur ekki verið hærra í sjö mánuði.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór yfir sjötíu dali á tunnu á markaði í New York í Bandaríkjunum í gær. Það hefur hækkað um sjö dali á tunnu á einni viku og ekki verið hærra í sjö mánuði.

Hráolíuverðið tók kipp í fyrradag þegar bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs sagði olíuverð kunna að fara í 75 dali á næstu mánuðum og í 80 dali á tunnu á næsta ári.

Þetta er nokkuð í samræmi við spá OPEC-ríkjanna frá síðustu viku.

Hrávörusérfræðingar hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch vöruðu hins vegar við þróuninni þá og bentu á að hagkerfi flestra landa væru viðkvæm eftir kverkatak kreppunnar og þeim gæti stafað ógn af hækkun olíuverðs. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×