Viðskipti erlent

Rio Tinto og Billington í eina sæng

Álverið í Straumsvík.
Álverið í Straumsvík.

Námurisinn Rio Tinto, sem meðal annars rekur álverið í Straumsvík, hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaðan samning við kínverska fyrirtækið Chinalco og ganga þess í stað til samninga um sameiningu við BHP Billington-námurisann. Búist er við því að samningurinn spari Rio Tinto, sem er sagt skulda um 40 milljarða dollara, og BHP um það bil 10 milljarða dollara allt í allt.

Talsmenn Chinalco, sem er í eigu kínverska ríkisins, sögðust í gærkvöldi vera afar óánægðir með niðurstöðuna en hefði fyrirhugaðir samningar gengið eftir hefði verið um að ræða stærstu fjárfestingu kínverja í erlendu fyrirtæki í sögunni. Rio Tinto þarf að greiða Chinalco tæplega 200 milljón dollara í skaðabætur sökum þess að ekkert verður af samningum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×