Umfangsmikil olíuleit að hefjast við Grænland 23. október 2009 08:40 Grænland gæti orðið næsta mekka fyrir olíu- og gasiðnaðinn ef áætlanir heimastjórnar landsins ganga eftir. Næst vor hefst umfangsmikil olíuleit við landið og hafa 13 olíufyrirtæki ákveðið að taka þátt í henni. Í fyrstu umferð verða fjórtán gríðarstór svæði boðin út til olíuleitar og vinnslu út af vesturströnd Grænlands, það er á Baffin Bay svæðinu. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Börsen í dag. Árið 2012 er síðan ætlunin að bjóða út svæði við austurströnd Grænlands til olíuleitar og vinnslu. „Áhuginn hefur verið gríðarlega mikill," segir Jörn Skov Nielsen forstjóri Råstofdirektoratet sem tilheyrir heimastjórn Grænlands. Hann segir að þau 13 olíufyrirtæki sem stóðust kröfur heimastjórnarinnar fyrir olíuleit hafi verið mun fleiri en menn áttu von á. Talið er að samanlagðar olíu- og gasbirgðir undan ströndum Grænlands nemi um 18 milljörðum tunna. Hinsvegar eru aðstæður erfiðar við að vinna þetta magn, sérstaklega gasið. Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Grænland gæti orðið næsta mekka fyrir olíu- og gasiðnaðinn ef áætlanir heimastjórnar landsins ganga eftir. Næst vor hefst umfangsmikil olíuleit við landið og hafa 13 olíufyrirtæki ákveðið að taka þátt í henni. Í fyrstu umferð verða fjórtán gríðarstór svæði boðin út til olíuleitar og vinnslu út af vesturströnd Grænlands, það er á Baffin Bay svæðinu. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun blaðsins Börsen í dag. Árið 2012 er síðan ætlunin að bjóða út svæði við austurströnd Grænlands til olíuleitar og vinnslu. „Áhuginn hefur verið gríðarlega mikill," segir Jörn Skov Nielsen forstjóri Råstofdirektoratet sem tilheyrir heimastjórn Grænlands. Hann segir að þau 13 olíufyrirtæki sem stóðust kröfur heimastjórnarinnar fyrir olíuleit hafi verið mun fleiri en menn áttu von á. Talið er að samanlagðar olíu- og gasbirgðir undan ströndum Grænlands nemi um 18 milljörðum tunna. Hinsvegar eru aðstæður erfiðar við að vinna þetta magn, sérstaklega gasið.
Mest lesið Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira