Ísland setur 200 breska bankamenn á kaldan klaka 29. maí 2009 10:32 Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sett tvö hundruð fyrrum breska bankastarfsmenn í City, fjármálahverfi London, á kaldan klaka með því að frysta launagreiðslur til þeirra á uppsagnarfresti. Þetta er sama vandamál og fyrrum starfsmenn SPRON og Sparisjóðabankans eiga við að glíma hér heima. Í frétt um málið í blaðinu Evening Standard, undir fyrirsögninni „Iceland Leaves Former Bankers Out in Cold", segir að þetta sé í fyrsta sinn í sögunni sem banki í ríkiseigu standi ekki við skuldbindingar sínar hvað varðar launagreiðslur á uppsagnarfresti. Hér er um að ræða 80 fyrrum starfsmenn verðbréfamiðlunarinnar Teathers, sem áður var í eigu Landsbankans og síðar Straums, og 120 starfsmenn Straums í London. Þessir fyrrum starfsmenn Straums reiknuðu með að fá laun fyrir maí-mánuð greidd á mánudaginn kemur. Nú hefur þeim verið tilkynnt að þeir verði að leggja fram kröfur um launin á fundi kröfuhafa og hugsanlega fái þeir þessi laun ekki greidd fyrr en í ágúst. „Jafnvel rugludallsbanki eins og RBS borgar enn laun á uppsagnarfresti. Margir okkar treysta alfarið á að þessi laun verði greidd," segir einn af fyrrum starfsmönnum Straums í samtali við Evening Standard. Talsmaður Straums segir að unnið sé hörðum höndum að því á Íslandi að breyta nýrri lagasetningu svo hægt verði að greiða launin.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira