Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street 14. október 2009 09:01 Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Samkvæmt umfjöllun um málið í Wall Street Journal (WSJ) á starfsfólk í 23 af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna von á hærri bónusgreiðslum en það fékk árið 2007 þegar þessar greiðslur náðu hámarki. Meðallaun alls starfsfólk í fyrrgreindum fyrirtækjum varða samkvæmt útreikningum WSJ rúmlega 143.000 dollarar eða tæplega 18 milljónir kr. í árslaun í ár. Þetta eru 2.000 dollurum hærri árslaun en árið 2007. WSJ segir að þessar greiðslur endurspegli að bandarískir stórbankar hafi verið snöggir til að finna réttar tekjurleiðir í kjölfar hrunsins í september í fyrra. Samanlögð velta þessara fyrirtækja muni nema 437 milljörðum dollara í ár en hún nam 345 milljörðum dollara árið 2007. Fram kemur í WSJ að bónusmenningin í bönkunum og fjármálafyrirtækjum hafi verið talin ein af orsökum fyrir hruninu í fyrra. Harðari reglur gegn bónusgreiðslum síðan þá virðast aðeins hafa breytt því hve háar þessar greiðslur eru en ekki hvernig þeim er skipt. Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja. Samkvæmt umfjöllun um málið í Wall Street Journal (WSJ) á starfsfólk í 23 af stærstu bönkum og fjármálafyrirtækjum Bandaríkjanna von á hærri bónusgreiðslum en það fékk árið 2007 þegar þessar greiðslur náðu hámarki. Meðallaun alls starfsfólk í fyrrgreindum fyrirtækjum varða samkvæmt útreikningum WSJ rúmlega 143.000 dollarar eða tæplega 18 milljónir kr. í árslaun í ár. Þetta eru 2.000 dollurum hærri árslaun en árið 2007. WSJ segir að þessar greiðslur endurspegli að bandarískir stórbankar hafi verið snöggir til að finna réttar tekjurleiðir í kjölfar hrunsins í september í fyrra. Samanlögð velta þessara fyrirtækja muni nema 437 milljörðum dollara í ár en hún nam 345 milljörðum dollara árið 2007. Fram kemur í WSJ að bónusmenningin í bönkunum og fjármálafyrirtækjum hafi verið talin ein af orsökum fyrir hruninu í fyrra. Harðari reglur gegn bónusgreiðslum síðan þá virðast aðeins hafa breytt því hve háar þessar greiðslur eru en ekki hvernig þeim er skipt.
Mest lesið Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf