Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's 9. september 2009 08:38 Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum. Meðal þeirra banka sem fá lækkun eru Nordea, Sydbank, Amagerbanken, Spar Nord, Jyske Bank og Nykredit Bank auk nokkurra smærri banka og lánastofnanna. Í fréttum um málið á börsen.dk og Jyllands Posten segir að við fréttirnar hafi framangreindir bankar tekið á sig högg í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá opnun hennar í morgun. Mest falla hlutir í Jyske Bank eða um 2,2%, Sydbank um 1,9%, Nordea lækkar um 1,4% og Danske Bank um 1,1%. Talsmaður Nordea Johan Ekwall segir að bankinn hafi ekki áhyggjur af lækkun Moody´s þar sem gert hafði verið ráð fyrir henni. „Okkar lánshæfi var lækkað um eitt þrep og það er ekki mjög dramatískt," segir Ekwall. „Við reiknum með að áhrifin verði mjög takmörkuð." Mat á fjárhagslegum styrk Nordea var lækkað úr B- og niður í C. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum. Meðal þeirra banka sem fá lækkun eru Nordea, Sydbank, Amagerbanken, Spar Nord, Jyske Bank og Nykredit Bank auk nokkurra smærri banka og lánastofnanna. Í fréttum um málið á börsen.dk og Jyllands Posten segir að við fréttirnar hafi framangreindir bankar tekið á sig högg í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá opnun hennar í morgun. Mest falla hlutir í Jyske Bank eða um 2,2%, Sydbank um 1,9%, Nordea lækkar um 1,4% og Danske Bank um 1,1%. Talsmaður Nordea Johan Ekwall segir að bankinn hafi ekki áhyggjur af lækkun Moody´s þar sem gert hafði verið ráð fyrir henni. „Okkar lánshæfi var lækkað um eitt þrep og það er ekki mjög dramatískt," segir Ekwall. „Við reiknum með að áhrifin verði mjög takmörkuð." Mat á fjárhagslegum styrk Nordea var lækkað úr B- og niður í C.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf