Viðskipti erlent

Kalifornía í verulegum fjárhagsvanda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Miðbær Los Angeles við sólarupprás.
Miðbær Los Angeles við sólarupprás.

Hætt er við að Kaliforníuríki fari algjörlega á hliðina fái það ekki verulega fjárhagsaðstoð og nái með einhverjum hætti að rétta af 24,3 milljarða dollara fjárlagahalla. Skatttekjur Kaliforníu hafa dregist saman um tæp 40 prósent milli ára, meðal annars vegna vaxandi atvinnuleysis, og er nú svo komið, að sögn embættismanns sem þekkir til málsins, að ríkið verður orðið gjaldþrota eftir innan við tvo mánuði útvegi það sér ekki verulegt fjármagn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×