Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða 17. maí 2009 08:41 Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira