Skilanefnd Kaupþings krefur Tchenguiz um 35 milljarða 17. maí 2009 08:41 Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings hefur stefnt breska fjárfestinum Robert Tchenguiz og krafið hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða kr. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield sem skilanefndin telur að hafi átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. Fjallað er um málið í The Observer, sunnudagsútgáfu The Guardian. Blaðið segir að stefnan sýni hve samskipti bankans og Tchenguiz séu orðin sirð en um tíma voru lán Kaupþings til fjárfestisins um 46% af heildarlánasafni bankans. Tchenguiz hefur farið illa út úr fjármálakreppunni en fjárfestingarfélag hans, Discretionary Trust (TDT), neyddist til að afhenda Kaupþingi verulegan hlut af eignum sínum eftir bankahrunið s.l. haust. Þetta gerðist eftir veðkall þegar eitt af eignarhaldsfélögum Tchenguiz gat ekki staðið við skilamála á lánum frá bankanum. Málsókn Kaupþings nú eru vegna ákvörðunnar stjórnar TDT um að taka eignarhlutinn í Somerfield út úr flóknum lánasamningi eftir að veðköll Kaupþings á hendur Tchenguiz hófust s.l. haust. Málsskjölin frá Kaupþingi sína flókin vef lána, eignarhalds, hagnaðarskiptingar og ábyrgða milli félaga sem skráð eru á Bresku Jómfrúreyjum, Mön og Guernsey. Samanlagt hefur Kaupþing lánað félögum undir stjórn TDT á þessum eyjum um 900 miljónir punda eða um 172 milljarða kr. Kaupþing heldur því fram að hlutinn í Somerfield hefði aldrei átt að flytja úr vörslu félaga sem stjórnað er af Oscatello sem hélt utan um viðskiptin á fyrrgreindum eyjum en áður hefur komið fram að Kaupþing hefur einnig stefnt Oscatello. Samkvæmt frétt Observer mun vörn Tchenguiz byggjast á munnlegu samkomulagi sem gert var yfir kvöldverði á veitingahúsinu Scott´s í Mayfair. Óljóst sé hverjir þar áttu hlut að máli en meint samkomulag gekk út á að taka Somerfield hlutinn úr hinu flókna lánaferli, án þess að það væri brot á lánaskimálunum, þannig að salan á honum færi ekki í vasa Kaupþings
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira