Viðskipti erlent

Getur ekki borgað fyrir enska boltann

Mynd/Getty
Enska sjónvarpsstöðin Setanta á í töluverðum vandræðum með að greiða fyrir sjónvarpsrétt af fótboltaleikjum. Framtíð stöðvarinnar er sögð ráðast á næstu dögum. Stjórn fyrirtækisins kom saman á neyðarfundi í gær vegna málsins.

Frá því að fjármálakreppan skall á hafa menn óttast að illa gæti farið fyrir ensku sjónvarpsstöðunum sem sína frá fótboltaleikjum. Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa til að mynda íhugað að setja á fót sína eigin sjónvarpsrás í stað þess að selja sýningaréttinn áfram til annarra sjónvarpsstöðva.

Setanta hefur ekki getað fjármagn samning sinn um sýningarrétt af leikjum í ensku og skosku úrvalsdeildunum og ensku bikarkeppninni. Stöðin hefur einnig sýnt frá landsleikjum og sýndi til að mynda beint frá leik Englands og Kazakhstan í undankeppni HM í gær.

Setanta skuldar 200 milljónir punda fyrir sjónvarpsréttinn af ensku leikjunum en upphæðin samsvarar 40 milljörðum íslenskra króna.

Í gær mistókst fyrirtækinu að greiða rúmlega 3 milljónir punda í lokagreiðslu fyrir rétt til að sýna leiki úr skosku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×