Viðskipti erlent

Bresk skýrsla: Vill birta laun allra hæst launuðu bankastarfsmanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breskir bankar ættu að birta laun og árangurstengdar greiðslur allra hæst launuðu starfsmanna sinna, en ekki einungis stjórnarmanna. Þetta segir sir David Walker í skýrslu sem hann vann um stjórnunarhætti í fjármálakerfinu.

Skýrslan var birt í morgun en hennar hefur verið beðið lengi. Í henni er mælt með því að opinbert eftirlit sé haft með því hvernig launagreiðslum í fjármálakerfinu er háttað til þess að koma í veg fyrir þær öfgar sem skýrsluhöfundur telur að hafi nærri leitt breska fjármálakerfið til hruns.

Það var Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, sem óskaði eftir því að Walker ynni skýrsluna, en Walker er fyrrverandi aðstoðarfjármálaráðherra Breta og deildarstjóri hjá Bank of England






Fleiri fréttir

Sjá meira


×