Viðskipti erlent

Stjórn JJB Sports reynir að finna þann sem keypti hlut Kaupþings

Stjórn JJB Sports hefur sent bréf til allra hluthafa í sportvöruverslanakeðjunni með kröfu um að þeir upplýsi hvort þeir hafi keypt ráðandi hlut í keðjunni. Stjórnin er að reyna að finna út hver hafi eignast hlut þann sem Kaupþing seldi nýlega í keðjunni.

Forsaga málsins er í suttu máli sú að Kaupþing tók yfir 23% hlut Chris Ronnie í JJB Sports með veðkalli fyrr í vetur. Þessi hlutur var síðan seldur til Crédit Agricole International í lok síðasta mánaðar. Crédit Agricole seldi síðan 13% sama dag til Monecor. Hinsvegar er á huldu hvar hin 10% höfnuðu.

Í frétt um málið í Financial Times segir að ekki sé bara á huldu hver keypti fyrrgreind 10% heldur einnig fyrir hvern Monecor var að kaupa 13%. Meðal þeirra sem fengið hafa bréf frá lögmönnum JJB Sports er Mike Ashley forstjóra Sports Direct en sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann hafi fest kaup á öllum 23%.

Ashley, sem er eigandi fótboltaliðsins Newcastle barðist við David Whelan eigenda liðsins Wigan Atlethic um yfirráðin í JJB Sports í síðasta mánuði.

Stjórn JJB Sports segir áríðandi að eignarhaldið liggi fyrir áður en hluthafafundur tekur afstöðu til samnings við leigusala JJB Sports síðar í mánuðinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×