FIH bankinn gaf út skuldabréf fyrir einn milljarð dollara 3. september 2009 08:16 FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
FIH bankinn í Danmörku stóð fyrir velheppnaðri skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Alls var einn milljarður dollara í boði, eða rúmlega 126 milljarðar kr. Öll útgáfan seldist upp og fengu færri en vildu að kaupa bréfin. IH er sem kunnugt í íslenskri eigu og hefur áður komið fram að þau eignatengsl hafi skaðað bankann. Útgáfan í Bandaríkjunum bendir til að bankinn sé að vinna sig út úr því vandamáli. Í tilkynningu um málið á heimasíðu FIH segir Henrik Sjögrfeen forstjóri bankans að skuldabréfaútgáfunni hafi verið ákafleg vel tekið . "Á aðeins nokkrum klukkutímum höfðum við fengið pantanir frá fjárfestum fyrir fjóra milljarða dollara sem sýnir að verulegur áhugi er á viðskiptutm með ríkisábyrgð í gegnum bankapakkann," segir Sjögreen. Bankapakkinn sem Sjögreen vísar hér til er svokallaður Bankpakke II en í gegnum hann fékk FIH ríkisábyrgðarramma frá dönskum stjórnvöldum fyrir allt að 50 milljarða danskra kr. Pakkinn var ætlaður til þess að styrkja stöðu danskra banka á alþjóðavettvangi. "Það er lykilatriði fyrir okkur hve þessari skuldabréfaútgáfu var vel tekið á markaðinum," segir Sjögreen. "Það ríkir traust á þessu fyrirkomulagi meðal fjárfesta sem mun gera okkur kleyft að eiga fleiri viðskipti í framtíðinni." Samstarfsaðilar FIH á útgáfunni í Bandaríkjunum voru Citigroup, Bank of America, Merrill Lynch og Deutche Bank. Skuldabréfin sem hér um ræðir eru til þriggja ára. Fram kemur í tilkynningunni að fjármagnið sem fékkst í útboðinu verði endurlánað til danskra fyrirtækja.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira