Viðskipti erlent

Yfir 50 milljarða skuld eins og snara um háls Unibrew

Skuldir sem nema yfir 2 milljörðum danskra kr. eða yfir 50 milljörðum kr. eru eins og snara um háls Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðja Danmerkur. Forstjórinn Henrik Brandt segir að það sé forgangsatriði í rekstrinum að draga úr þessum skuldum.

 

Stoðir seldu Straumi rúmlega 5,2% af eignarhlut sínum í Royal Unibrew s.l. vor. Eftir söluna á Stoðir áfram 16,3% í Unibrew en samanlagður hlutur þessarar tveggja aðila er 21,6%.

 

Eigendur Unibrew verða þó að bíða enn eftir upplýsingum um hvernig Brandt ætlar að fara að því að minnka skuldirnar. Í viðtali við börsen tv um helgina var Brandt spurður um þetta en hann heldur spilunum þétt að sér. Brandt endurtók þó orð sín um að „allt kæmi til greina".

 

Börsen rifjar upp að Unibrew hefur þegar selt eignir bæði í Póllandi og Karabíska hafinu. Og í eignasafninu séu enn möguleikar á frekari sölu. Aðspurður um þetta segir Brandt einfaldlega að það séu engar „heilagar kýr" meðal eigna Unibrew.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×