Viðskipti erlent

Vilja meira en fimmtungshlut

Brosað í kampinn Engu er líkara en Christian Clausen, forstjóri Nordea, sé kampakátur með nýjan hluthafalista.Fréttablaðið/AFP
Brosað í kampinn Engu er líkara en Christian Clausen, forstjóri Nordea, sé kampakátur með nýjan hluthafalista.Fréttablaðið/AFP

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag.

Sænska ríkið hefur fram til þessa verið umsvifamesti hluthafi Nordea en lengi verið ýjað að því að Sampo vilji taka hann yfir. Bandaríska viðskiptatímaritið Forbes hafði eftir Kari Stadigh, forstjóra Sampo, á föstudag að sótt verði um heimild til að rjúfa tuttug prósenta múrinn fyrir árslok.

Sampo á átta hundruð þúsund bréfum meira en ríkið á í bankanum. Hlutfallsleg eign er sú sama, eða 18,9 prósent. Exista átti tæp tuttugu prósent í Sampo en seldi hann með milljarðatapi í efnahagshruninu fyrir ári. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×