Adidas og Puma binda enda á 60 ára illdeilur 18. september 2009 09:55 Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin. Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þýsku íþróttavörurisarnir Adidas og Puma hafa ákveðið að binda endi á 60 ára gamlar illdeilur milli fyrirtækjanna. Verður þetta gert með vinaleik í fótbolta milli starfsmannaliða þeirra. Það voru bræðurnir Adi og Rudolf Dassler sem hófu framleiðslu á íþróttaskóm á þriðja áratugnum í þvottaherbergi móður sinnar í bænum Herzogenaurach í Bæjaralandi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan kastaðist í kekki milli þeirra bræðra á stríðsárunum, sennilega af pólitískum ástæðum, og þeir stofnuðu sitthvort skófyrirtækið í bænum árið 1948, Puma og Adidas. Í frétt um málið á ananova.com segir að fyrirtæki þeirra bræðra hafi staðið sitthvorumegin við á sem rennur í gegnum Herzogenaurach. Deilur þeirra bræðra skiptu bænum í tvennt. Annaðhvort varstu í Puma liðinu eða Adidas. Í sameinginlegri yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að þau hafi ákveðið að leggja niður deilur sínar til stuðnings við Peace One Day samtökin sem halda árlegan dag sinn gegn ofbeldi á mánudaginn kemur. Hvorugu fyrirtækjanna er nú stjórnar af afkomendum þeirra bræðra. Hinsvegar vakti það töluverða undrun bæjarbúa að Frank Dassler, sonarsonar Rudolfs, vann fyrir bæði fyrirtækin.
Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskýru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira