Viðskipti erlent

Mikill fjárlagahalli í Bandaríkjunum

Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna
Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna

Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að mikill fjárlagahalli ógni fjármálastöðugleika í landinu og stjórnvöld geti ekki haldið endalaust áfram að fá lánað á þeim kjörum sem nú bjóðast til að fjármagna hallann.

Bernanke segir að án aðhaldssamra efnahagsaðgerða til langs tíma, náist hvorki efnahagslegur vöxtur né stöðugleiki í fjármálalífinu. Hann segir auk þess að erfiðleikar fjármálageirans séu ekki yfirstaðnir og áhrif lánsfjárkrísunnar muni halda áfram að draga úr neyslu almennings.

Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum hefur að mestu leyti verið drifinn áfram af kostnaði við fjármálakreppuna og er talið að hann muni nema hvorki meira né minna en 13% af vergri landsframleiðslu á þessu ári.

Til samanburðar má nefna að eitt af skilyrðum um inngöngu í Evrópusambandið er að fjárlagahalli viðkomandi ríkis má ekki nema meiru en 3 prósentum af vergri landsframleiðslu.  

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×