Viðskipti erlent

Ástralar hækka stýrivexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
John Howard forsætisráðherra Ástrala hefur gert ýmislegt til þess að örva hagkerfið í landinu. Mynd/ AFP.
John Howard forsætisráðherra Ástrala hefur gert ýmislegt til þess að örva hagkerfið í landinu. Mynd/ AFP.
Ástralar hafa hækkað stýrivexti úr 3% í 3,25% og eru þeir þar með fyrsta ríkið af stærstu 20 iðnríkjum heims til þess að bregðast með þessum hætti við bata í alheimshagkerfinu.

Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að þessi ákvörðun seðlabankans í Ástralíu hafi ekki verið óvænt þar sem að hagvöxtur hafi hvergi verið í hinum þróaða heimi á fyrsta helmingi þessa árs að undanskilinni Ástralíu.

Raunar hafi Áströlum tekist að forðast kreppu því samdráttur í hagkerfinu hafi einungis orðið á síðasta ársfjórðungi ársins 2008.

Engu að síður hafa stjórnvöld í Ásttralíu örvað hagkerfið með því að verja 35 milljörðum bandaríkjadala til handa eftirlaunaþegum og lág- og millitekjufólk, en jafnframt til að styrkja margvíslega innviði ástralsks samfélags.

Hagvöxtur í Ástralíu varð því 0,4% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og 0,6% á öðrum ársfjórðungi, en samdrátturinn var 0,5% á síðasta ársfjórðungi í fyrra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×