Viðskipti erlent

Rússar skrúfa fyrir allt gas til Evrópu

Rússar hafa skrúfað fyrir alla gasflutninga til Evrópu að því er úkraníska gasfélagið Naftogaz segir. Þetta gerðist í morgun skömmu fyrir klukkan sex að okkar tíma.

Tékkar voru fyrstir til að finna fyrir þessu og tilkynntu skömmu síðar að ekkert gas kæmi lengur fram Rússlandi. Rúmenía og Ungverjaland fylgdu svo í kjölfarið með sömu tilkynningar.

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk er óljóst hvaða áhirf gasstoppið muni hafa á þýskt efnahagslíf en Þjóðverjar fá 30% af því gasi sem Rússar flytja til Evrópu.

Svo virðist sem samningaviðræður Rússa og Úkraníumanna um gasskuldir þeirra síðarnefndu séu komnar í hnút og engin lausn í sjónmáli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×