Evrópusambandið frestar tollahækkunum Eiður Þór Árnason skrifar 10. apríl 2025 10:57 Ursula von der Leyen er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Vísir/EPA Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur frestað mótvægisaðgerðum sínum við tollahækkunum Bandaríkjastjórnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að níutíu daga hlé yrði gert á gildistöku tollahækkana. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun. Aðgerðir Evrópusambandsins (ESB) áttu að taka gildi þann 15. apríl og hefur þeim nú sömuleiðis verið frestað um níutíu daga. Von der Leyen segir að ESB vilji láta reyna á viðræður við Bandaríkjastjórn en ef þær skili ekki viðunandi árangri muni fyrirhugaðar tollahækkanir sambandsins á vöruinnflutning frá Bandaríkjunum taka gildi. „Líkt og ég hef áður sagt þá eru allir möguleikar enn á borðinu,“ segir Von der Leyen í yfirlýsingu sem greint er frá í umfjöllun The Guardian. Samþykktu hefndaraðgerðir rétt áður en Trump tilkynnti frestun Öll aðildarríki ESB, að Ungverjalandi undanskildu, samþykktu í gær að beita Bandaríkjastjórn mótvægisaðgerðum einungis nokkrum klukkustundum áður en Trump tilkynnti að hann myndi gera hlé á tollahækkunum á vörur frá Evrópusambandinu og fleiri ríkjum. Til stóð að innleiða hefndaraðgerðirnar í þremur áföngum og áttu tollahækkanirnar að hafa áhrif á bandarískar vörur að andvirði 3,9 milljarða evra frá og með 15. apríl. Mánuði síðar áttu aðgerðirnar að ná til innflutnings að andvirði annarra 13,5 milljarða evra og loks 3,5 milljarða evra til viðbótar þann 1. desember. Bandaríkin lögðu tuttugu prósent toll á vöruinnflutning frá Evrópusambandinu en tilkynntu svo skyndilega níutíu daga hlé líkt og áður segir. Á meðan verður tíu prósent almennur tollur lagður á innflutning frá ESB og öðrum ríkjum, að undanskildu Kína sem fær á sig 125 prósent toll. Áfram verður 25 prósent tollur lagður á bifreiðar, stál og ál sem flutt er inn er frá ESB og öðrum ríkjum til Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. 9. apríl 2025 17:44 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi frá þessu í morgun. Aðgerðir Evrópusambandsins (ESB) áttu að taka gildi þann 15. apríl og hefur þeim nú sömuleiðis verið frestað um níutíu daga. Von der Leyen segir að ESB vilji láta reyna á viðræður við Bandaríkjastjórn en ef þær skili ekki viðunandi árangri muni fyrirhugaðar tollahækkanir sambandsins á vöruinnflutning frá Bandaríkjunum taka gildi. „Líkt og ég hef áður sagt þá eru allir möguleikar enn á borðinu,“ segir Von der Leyen í yfirlýsingu sem greint er frá í umfjöllun The Guardian. Samþykktu hefndaraðgerðir rétt áður en Trump tilkynnti frestun Öll aðildarríki ESB, að Ungverjalandi undanskildu, samþykktu í gær að beita Bandaríkjastjórn mótvægisaðgerðum einungis nokkrum klukkustundum áður en Trump tilkynnti að hann myndi gera hlé á tollahækkunum á vörur frá Evrópusambandinu og fleiri ríkjum. Til stóð að innleiða hefndaraðgerðirnar í þremur áföngum og áttu tollahækkanirnar að hafa áhrif á bandarískar vörur að andvirði 3,9 milljarða evra frá og með 15. apríl. Mánuði síðar áttu aðgerðirnar að ná til innflutnings að andvirði annarra 13,5 milljarða evra og loks 3,5 milljarða evra til viðbótar þann 1. desember. Bandaríkin lögðu tuttugu prósent toll á vöruinnflutning frá Evrópusambandinu en tilkynntu svo skyndilega níutíu daga hlé líkt og áður segir. Á meðan verður tíu prósent almennur tollur lagður á innflutning frá ESB og öðrum ríkjum, að undanskildu Kína sem fær á sig 125 prósent toll. Áfram verður 25 prósent tollur lagður á bifreiðar, stál og ál sem flutt er inn er frá ESB og öðrum ríkjum til Bandaríkjanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Evrópusambandið Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Tengdar fréttir Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. 9. apríl 2025 17:44 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump hefur ákveðið að hækka tolla á kínverskar vörur upp í 125 prósent vegna mótvægisaðgerða landsins. Þá segist hann hafa samþykkt níutíu daga hlé á tollaaðgerðir fyrir rúmlega 75 lönd sem svöruðu ekki með mótvægistollum og „gagnkvæmir tollar“ Bandaríkjanna á þessi lönd yrðu lækkaðir „samstundis“ niður í tíu prósent. 9. apríl 2025 17:44