Yfir 220 milljónir punda teknar útaf Edge reikningum í október Sigríður Mogensen skrifar 11. júní 2009 19:09 Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Yfir 220 milljónir punda, eða fjörutíu og fimm milljarðar króna, voru teknir út af Edge reikningum Kaupþings í Bretlandi dagana örlagaríku, sjötta og sjöunda október. Þetta skýrir meðal annars aðgerðir Breta, segir höfundur nýrrar bókar um íslenska efnahagsundrið. Mánudaginn sjötta október var búið að loka á aðgang að Icesave, netbanka Landsbankans og innistæðueigendur gátu ekki náð peningum sínum út. Þann dag var hins vegar enn opið fyrir úttektir af Kaupþing Edge reikningunum. Í lok dags 6. október höfðu yfir 110 milljónir punda verið teknar út af Edge reikningum í Bretlandi, um 9% af öllum innistæðum í breskum pundum. Þriðjudaginn 7. október var ámóta upphæð tekin út eða rúmlega 10% af heildarinnistæðum. Þetta gera fjörutíu og fimm milljarða króna. Þarna var þegar orðið ljóst að Kauþing var búið að vera. Þetta kemur fram í bókinni Íslenska efnahagsundrið eftir Jón F. Thoroddsen, hagfræðing og fyrrverandi verðbréfamiðlara hjá Byr. Á meðan þetta var að gerast lánaði Seðlabanki Íslands Kaupþingi 500 milljónir Evra, eða tæpa 78 milljarða króna. Í bókinni kemur einnig fram að Baugur hafi verið kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira