Heimsmarkaðsverð á áli í niðursveiflu 15. maí 2009 09:51 Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð. Álverð í þriggja mánaða framvirkum samningum á markaðinum í London stendur nú í tæpum 1.510 dollurum á tonnið en verðið fór í 1.585 dollara á tonnið í síðustu viku og varð hæst 1.550 dollara í þessari viku. Bernt Reitan aðstoðarforstjóri Alcoa, eiganda Fjarðaráls, sagði í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í upphafi vikunnar að orðrómurinn frá Kína gæti skaðað álverðið. „Það er engin þörf á því að gangsetja þessi álver að nýju í ljósi birgðastöðunnar í heiminum og eftirspurnar," segir Reitan. „Við erum en með töluverðar umframbrigðir." Samkvæmt upplýsingum frá London Metal Exchange, sem fylgist með birgðastöðunni í heiminum, námu álbirgðirnar 3,9 milljónum tonna í síðustu viku og höfðu þrefaldast frá því í fyrra. Kína, sem er stærsti álframleiðandi heimsins, hefur skorið niður álframleiðslu sína um 20% frá því í fyrra og er talið að álmarkaðurinn þar sé nú í jafnvægi. Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð. Álverð í þriggja mánaða framvirkum samningum á markaðinum í London stendur nú í tæpum 1.510 dollurum á tonnið en verðið fór í 1.585 dollara á tonnið í síðustu viku og varð hæst 1.550 dollara í þessari viku. Bernt Reitan aðstoðarforstjóri Alcoa, eiganda Fjarðaráls, sagði í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í upphafi vikunnar að orðrómurinn frá Kína gæti skaðað álverðið. „Það er engin þörf á því að gangsetja þessi álver að nýju í ljósi birgðastöðunnar í heiminum og eftirspurnar," segir Reitan. „Við erum en með töluverðar umframbrigðir." Samkvæmt upplýsingum frá London Metal Exchange, sem fylgist með birgðastöðunni í heiminum, námu álbirgðirnar 3,9 milljónum tonna í síðustu viku og höfðu þrefaldast frá því í fyrra. Kína, sem er stærsti álframleiðandi heimsins, hefur skorið niður álframleiðslu sína um 20% frá því í fyrra og er talið að álmarkaðurinn þar sé nú í jafnvægi.
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira