Heimsmarkaðsverð á áli í niðursveiflu 15. maí 2009 09:51 Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð. Álverð í þriggja mánaða framvirkum samningum á markaðinum í London stendur nú í tæpum 1.510 dollurum á tonnið en verðið fór í 1.585 dollara á tonnið í síðustu viku og varð hæst 1.550 dollara í þessari viku. Bernt Reitan aðstoðarforstjóri Alcoa, eiganda Fjarðaráls, sagði í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í upphafi vikunnar að orðrómurinn frá Kína gæti skaðað álverðið. „Það er engin þörf á því að gangsetja þessi álver að nýju í ljósi birgðastöðunnar í heiminum og eftirspurnar," segir Reitan. „Við erum en með töluverðar umframbrigðir." Samkvæmt upplýsingum frá London Metal Exchange, sem fylgist með birgðastöðunni í heiminum, námu álbirgðirnar 3,9 milljónum tonna í síðustu viku og höfðu þrefaldast frá því í fyrra. Kína, sem er stærsti álframleiðandi heimsins, hefur skorið niður álframleiðslu sína um 20% frá því í fyrra og er talið að álmarkaðurinn þar sé nú í jafnvægi. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á áli hefur verið í niðursveiflu þessa vikuna eftir að orðrómur komst á kreik í upphafi vikunnar um að Kínverjar ætluðu að hefja framleiðslu á ný í nokkrum álvera sinna sem staðið hafa lokuð um hríð. Álverð í þriggja mánaða framvirkum samningum á markaðinum í London stendur nú í tæpum 1.510 dollurum á tonnið en verðið fór í 1.585 dollara á tonnið í síðustu viku og varð hæst 1.550 dollara í þessari viku. Bernt Reitan aðstoðarforstjóri Alcoa, eiganda Fjarðaráls, sagði í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í upphafi vikunnar að orðrómurinn frá Kína gæti skaðað álverðið. „Það er engin þörf á því að gangsetja þessi álver að nýju í ljósi birgðastöðunnar í heiminum og eftirspurnar," segir Reitan. „Við erum en með töluverðar umframbrigðir." Samkvæmt upplýsingum frá London Metal Exchange, sem fylgist með birgðastöðunni í heiminum, námu álbirgðirnar 3,9 milljónum tonna í síðustu viku og höfðu þrefaldast frá því í fyrra. Kína, sem er stærsti álframleiðandi heimsins, hefur skorið niður álframleiðslu sína um 20% frá því í fyrra og er talið að álmarkaðurinn þar sé nú í jafnvægi.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira