Bankahlutir í blóðbaði í kauphöll Kaupmannahafnar 9. október 2009 08:54 Hlutir í Amagerbanken féllu um 31% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í gærdag og við upphaf markaðarins í dag féllu hlutirnir um 40%. Yfir helmingur af verðmæti hlutanna hefur gufað upp á tveimur dögum. Á miðvikudag stóð hluturinn í 53,5 dönskum kr. Í augnablikinu eru viðskiptin á verðinu 22,60 danskar kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að danska fjármálaeftirlitið hafi þvingað Amagerbanken til að gera opinbert í gærdag að bankinn stenst ekki kröfur um eignfjárhlutfall það sem eftirlitið gerir kröfur um. Bankann skortir 600 milljónir danskra kr. til þess að uppfylla kröfurnar eftir stórtap bankans á fasteignalánum undanfarið ár. „Þetta ofbeldisfulla fall á hlutabréfunum endurspeglar þá stóru óvissu sem ríkir um stöðu bankans," segir Jens Houe Thomsen greinandi hjá Jyske Bank í samtali við Jyllands Posten. Stjórn bankans reynir nú af öllum mætti að skrapa saman stuðning fyrir útgáfu á nýju hlutafé til að rétta af stöðuna. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutir í Amagerbanken féllu um 31% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í gærdag og við upphaf markaðarins í dag féllu hlutirnir um 40%. Yfir helmingur af verðmæti hlutanna hefur gufað upp á tveimur dögum. Á miðvikudag stóð hluturinn í 53,5 dönskum kr. Í augnablikinu eru viðskiptin á verðinu 22,60 danskar kr. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að danska fjármálaeftirlitið hafi þvingað Amagerbanken til að gera opinbert í gærdag að bankinn stenst ekki kröfur um eignfjárhlutfall það sem eftirlitið gerir kröfur um. Bankann skortir 600 milljónir danskra kr. til þess að uppfylla kröfurnar eftir stórtap bankans á fasteignalánum undanfarið ár. „Þetta ofbeldisfulla fall á hlutabréfunum endurspeglar þá stóru óvissu sem ríkir um stöðu bankans," segir Jens Houe Thomsen greinandi hjá Jyske Bank í samtali við Jyllands Posten. Stjórn bankans reynir nú af öllum mætti að skrapa saman stuðning fyrir útgáfu á nýju hlutafé til að rétta af stöðuna.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf