Norðurskautsþjóðir ætla að forðast kalt stríð 22. júní 2009 10:49 Bráðnun jökla hefur áhrif á líf fólks sem og efnahagslíf heimsins. Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Norðurskautsþjóðir lofa því að forðast nýtt kalt stríð í kringum Norðurpólinn. Sem stendur eru hernaðaraðgerðir að aukast á þessu svæði. Ástæðan er hlýnun jarðar sem gerir olíu- og gasleit á svæðinu mögulega og getur auk þess opnað nýjar skipaleiðir að sögn Reuters fréttastofunnar. Það er mikið í húfi þar sem talið er að olíubirgðir á Norðurskautssvæðinu séu yfir 90 milljarðar tunna sem er nóg til að fullnægja eftirspurnarþörf í heiminum í þrjú ár. Norðurskautsþjóðirnar sex, Bandaríkin, Kanada, Rússland, Noregur, Ísland og Danmörku í gegnum Grænland, lofa auk þess auknu samstarfi á mögulegum nýjum fiskimiðum og skipaleiðum á svæðum sem virtust hafa of fjarlæg sökum kulda og myrkurs. Þessar þjóðir hafa allar ákveðinn rétt á yfirráðum á þessu svæði. Betri aðgangur að auðlindum Norðurskautssvæðisins og betri skipasamgöngur eru einn af fáum jákvæðum þáttum við hlýnun jarðar. Norðvesturleiðin um Kanada minnkar fjarlægðina milli Evrópu og Asíu um tæpa 7.600 kílómetra, úr tæpum 20.300 kílómetrum, þegar farið er í gegnum Panama skurðinn, í rúma 12.700 kílómetra. Kanadamenn æfa hernaðaraðgerðir árlega í því skyni að viðhalda yfirburðum sínum á svæðinu. Kandíski forsætisráðherrann, Stephen Harper, gagnrýndi í febrúar aukið harðfylgi Rússa eftir að rússneskar herþotur flugu nálægt kanadísku landssvæði rétt fyrir heimsókn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta. Norðmenn láta sitt ekki eftir liggja í þessum efnum. Á síðasta ári ákvað norska ríkisstjórnin að fjárfesta í 48 Lockheed F-35 orrustuþotum fyrir 18 milljarða norskra króna eða um 360 milljörðum íslenskra króna. Þeim er m.a. ætlað að styrkja viðbúnað norska hersins fyrir norðan 64. breiddargráðu.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira