Viðskipti erlent

Breskir stórbankar voru nokkrum tímum frá hruni

Bresku stórbankarnir HBOS og Lloyds voru aðeins nokkrum klukkutímum frá hruni síðasta haust. Þetta segir Mervyn King seðlabankastjóri Englands í nýjum þætti á BBC, The Love of Money, sem sýndur er í dag.

Sú alvarlega staða sem King greinir frá kom upp þann 6. október í fyrra. „Tveir af stærstu bönkum okkar voru í vandræðum með að fjármagna sig og áttu ekki fé nema viku fram í tímann," segir King. „Síðan gerist það á mánudeginum og þriðjudeginum að þeir sjá ekki möguleiki á að lifa af þann daginn."

Sökum þessarar stöðu og hve stutt bankarnir voru frá hruni ákveð seðlabankastjórinn að fjárfesta fyrir 50 milljarða punda í fjármálageiranum. Þetta var gert til að forða Evrópu frá því að lenda í svipuðum hremmingum og Wall Street lenti í við hrun Lehman Brothers.

„Þetta voru sennilega erfiðustu aðstæður sem við höfum staðið fyrir á friðartímum," segir svo Alistair Darling í fyrrgreindum sjónvarpsþætti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×