UK Coal skuldar Landsbankanum 1,2 milljarða 28. ágúst 2009 11:24 Frá útibúi Landsbankans í London. Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er Landsbankinn einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með um 16,5 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór í þrot námu heildarútlán bankans til UK Coal rúmum 5,7 milljónum punda en heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Það kemur því töluvert á óvart að Landsbankinn sé einn af þremur lánveitendum UK Coal eins og The Guardian fullyrðir en útlán Landsbankans nema samkvæmt þessu einungis 3,3 prósentum af heildarlánum UK Coal. Sé hins vegar miðað við heildarlánaheimildir nemur hlutfall Landsbankans í skuldum UK Coal rúmlega 12,4 prósentum af heildarlánaheimildum UK Coal. UK Coal er skráð í FTSE 250 vísitöluna á hlutabréfamarkaðinum í London og hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 73% síðan í lok ágúst á síðasta ári. Tengdar fréttir Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32 Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Heildarútlán Landsbankans til UK Coal, stærsta kolanámufélags Bretlands, nam rúmum 5,7 milljónum punda sem jafngildir um 1,2 milljörðum króna. Heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í morgun glímir UK Coal nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Samkvæmt frétt um málið í The Guardian er Landsbankinn einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. Miklar niðurfærslur á verðmæti lands í eigu UK Coal hafa leitt til þess að félagið var rekið með um 16,5 milljarða króna tapi á fyrstu sex mánuðum ársins. Af þessum sökum hafa viðskiptabankar UK Coal neyðst til þess að fresta uppgjöri á lánasamningum upp á 72 milljónir punda og eiga í viðræðum við félagið um framlenginu á lánum upp á 100 milljón punda í viðbót sem koma áttu til greiðslu fyrir árslok. Nokkrum dögum áður en Landsbankinn fór í þrot námu heildarútlán bankans til UK Coal rúmum 5,7 milljónum punda en heildarlánaheimildir til félagsins voru rúmar 21,4 milljónir punda eða tæplega 4,5 milljarðar króna. Það kemur því töluvert á óvart að Landsbankinn sé einn af þremur lánveitendum UK Coal eins og The Guardian fullyrðir en útlán Landsbankans nema samkvæmt þessu einungis 3,3 prósentum af heildarlánum UK Coal. Sé hins vegar miðað við heildarlánaheimildir nemur hlutfall Landsbankans í skuldum UK Coal rúmlega 12,4 prósentum af heildarlánaheimildum UK Coal. UK Coal er skráð í FTSE 250 vísitöluna á hlutabréfamarkaðinum í London og hefur gengi hlutabréfa félagsins lækkað um 73% síðan í lok ágúst á síðasta ári.
Tengdar fréttir Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32 Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Landsbankinn flækir skuldavandamálin hjá UK Coal Stærsta kolanámufélag Bretlands, UK Coal, glímir nú við vaxandi skuldavandamál í rekstri sínum. Landsbankinn er einn af þremur viðskiptabönkum félagsins og hefur staða Landsbankans flækt samningaviðræður við lánadrottnanna um áframhaldandi stuðning við rekstur félagsins. 28. ágúst 2009 09:32
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf