Gullgrafaraæði runnið upp í Bretlandi 28. maí 2009 09:43 Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum. Í frétt um málið í Daily Mail segir að eftirspurn eftir gullgrafaranámskeiðum hafi þrefaldast á einu ári. Blaðið ræðir við einn þeirra sem hefur gullgröft sem aðalvinnu, Vince Thurkettle að nafni. Hann segir að áður fyrr hafi flestir talið að ekki væri eftir neinu gulli að slægjast í breskum ám. „En allir vita að verð á gulli hefur hækkað mikið og skyndilega eru fleiri og fleiri að reyna fyrir sér sem gullgrafarar," segir Thurkettle. Daily Mail rifjar upp að síðasta gullæðið í Bretlandi hafi verið árið 1869 er gullgrafari datt í lukkupottinn í ánni Helmsdale í Skotlandi. Í framhaldi af því flykktust hundruð manna að ánni en flestir þeirra fengu lítið sem ekkert úr erfiði sínu. Það er samt staðreynd að gull finnst í breskum ám og margir hafa haft það sem tómstundargaman á liðnum áratugum að leita að gulli upp á gamla mátann. Til er keppni sem ber nafnið "British Gold-panning Championships" þar sem menn reyna fyrir sér í ám með pönnu að vopni. Fyrrgreindur Thurkettle hefur unnið þessa keppni sjö sinnum. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ein af afleiðingum kreppunnar og hins háa verðs á gulli er að gullgrafaraæði er nú runnið upp í Bretlandi. Fólk flykkist með pönnur sínar og tól í ár í Wales og Skotlandi í leit að hinum dýrmætu gullmolum og flögum. Í frétt um málið í Daily Mail segir að eftirspurn eftir gullgrafaranámskeiðum hafi þrefaldast á einu ári. Blaðið ræðir við einn þeirra sem hefur gullgröft sem aðalvinnu, Vince Thurkettle að nafni. Hann segir að áður fyrr hafi flestir talið að ekki væri eftir neinu gulli að slægjast í breskum ám. „En allir vita að verð á gulli hefur hækkað mikið og skyndilega eru fleiri og fleiri að reyna fyrir sér sem gullgrafarar," segir Thurkettle. Daily Mail rifjar upp að síðasta gullæðið í Bretlandi hafi verið árið 1869 er gullgrafari datt í lukkupottinn í ánni Helmsdale í Skotlandi. Í framhaldi af því flykktust hundruð manna að ánni en flestir þeirra fengu lítið sem ekkert úr erfiði sínu. Það er samt staðreynd að gull finnst í breskum ám og margir hafa haft það sem tómstundargaman á liðnum áratugum að leita að gulli upp á gamla mátann. Til er keppni sem ber nafnið "British Gold-panning Championships" þar sem menn reyna fyrir sér í ám með pönnu að vopni. Fyrrgreindur Thurkettle hefur unnið þessa keppni sjö sinnum.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira