Alþjóðabankinn spáir 2,9% samdrætti á heimsvísu 24. júní 2009 08:48 Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Fjallað er um skýrsluna í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að samdrátturinn verður meiri í iðnríkjunum heldur en þróunarríkjunum og til að mynda spáir bankinn samdrætti hagvaxtar á evrusvæðinu upp á 4,2%. Bankinn spáir ennfremur fyrir verðþróun á hrávörum og olíu og hljóðar spá þeirra upp á ríflega 40% lækkun á olíuverði í ár, 13% hækkun á næsta ári og 5% hækkun árið 2011. Þá spáir bankinn tæplega þriðjungs lækkun á hrávörum á árinu en lítilli breytingu á árunum 2010 og 2011. Þrátt fyrir snarpan samdrátt í landsframleiðslu í iðnríkjunum á fyrsta fjórðungi 2009, eru ýmsar vísbendingar um að viðsnúningur sé á næsta leyti. Meðal vísbendinga um væntanlegan bata eru aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem hrun hlutabréfaverðs hefur víða stöðvast og þróunin jafnvel snúið við. Nýlegir hagvísar eru þó nokkuð misvísandi, en benda hagtölur í Bandaríkjunum og Kína til þess að hagkerfi þeirra landa séu að taka við sér á meðan ekki hafa komið fram eins skýr merki um bata í ýmsum löndum í Evrópu. Aftur á móti eru enn fáeinir þætti sem benda til áframhaldandi veikleika, atvinnuleysi er enn að aukast víða um heim, húsnæðisverð fer áfram lækkandi í mörgum löndum auk þess sem efnahagsreikningar banka eru viðkvæmir og meiri stuðnings og endurfjármögnunar er þörf. Bankinn leggur umtalsverða áherslu á að iðnríkin þurfi að verja þróunar-og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði þangað í stað þess að einblína á vandamálin heima fyrir. Bankinn spáir því að fjármagnsflæði til þróunarríkjanna muni dragast saman um tvo þriðju hluta frá 2007 þegar það var 1.200 milljarðar dollara niður í 363 milljarða dollara í ár. Samdráttur í fjármagnsflæði til þróunarríkjanna mun grafa undan fjárfestingu í þeim löndum, sér í lagi á fjárfestingarvörum, en það er sá geiri sem hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiða svo til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna. Það sé því í raun hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna. Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans spáir bankinn samdrætti um 2,9% á heimsvísu á árinu 2009 en að hagvöxtur árin 2010 og 2011 og verði 2,0% og 3,2%. Fjallað er um skýrsluna í Hagsjá, vefriti hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að samdrátturinn verður meiri í iðnríkjunum heldur en þróunarríkjunum og til að mynda spáir bankinn samdrætti hagvaxtar á evrusvæðinu upp á 4,2%. Bankinn spáir ennfremur fyrir verðþróun á hrávörum og olíu og hljóðar spá þeirra upp á ríflega 40% lækkun á olíuverði í ár, 13% hækkun á næsta ári og 5% hækkun árið 2011. Þá spáir bankinn tæplega þriðjungs lækkun á hrávörum á árinu en lítilli breytingu á árunum 2010 og 2011. Þrátt fyrir snarpan samdrátt í landsframleiðslu í iðnríkjunum á fyrsta fjórðungi 2009, eru ýmsar vísbendingar um að viðsnúningur sé á næsta leyti. Meðal vísbendinga um væntanlegan bata eru aukinn útflutningur í sumum löndum, aukin eftirspurn frá neytendum, væntanleg áhrif vegna örvandi aðgerða stjórnvalda auk þess sem hrun hlutabréfaverðs hefur víða stöðvast og þróunin jafnvel snúið við. Nýlegir hagvísar eru þó nokkuð misvísandi, en benda hagtölur í Bandaríkjunum og Kína til þess að hagkerfi þeirra landa séu að taka við sér á meðan ekki hafa komið fram eins skýr merki um bata í ýmsum löndum í Evrópu. Aftur á móti eru enn fáeinir þætti sem benda til áframhaldandi veikleika, atvinnuleysi er enn að aukast víða um heim, húsnæðisverð fer áfram lækkandi í mörgum löndum auk þess sem efnahagsreikningar banka eru viðkvæmir og meiri stuðnings og endurfjármögnunar er þörf. Bankinn leggur umtalsverða áherslu á að iðnríkin þurfi að verja þróunar-og nýmarkaðslönd með áframhaldandi fjármagnsflæði þangað í stað þess að einblína á vandamálin heima fyrir. Bankinn spáir því að fjármagnsflæði til þróunarríkjanna muni dragast saman um tvo þriðju hluta frá 2007 þegar það var 1.200 milljarðar dollara niður í 363 milljarða dollara í ár. Samdráttur í fjármagnsflæði til þróunarríkjanna mun grafa undan fjárfestingu í þeim löndum, sér í lagi á fjárfestingarvörum, en það er sá geiri sem hefur orðið hvað verst úti í kreppunni. Minni fjárfestingar í þróunar- og nýmarkaðslöndunum leiða svo til samdráttar í útflutningi iðnríkjanna. Það sé því í raun hagur iðnríkjanna að verja hagkerfi þróunar- og nýmarkaðslandanna.
Markaðir Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira