Launin voru meir en hálft tonn að þyngd 29. júní 2009 13:24 Tvær rússneskar konur urðu fyrir óþægilegri lífreynslu þegar forstjóri þeirra ákvað að gera upp lokalaunagreiðslur þeirra í mynt. Í heild vógu launin yfir hálft tonn. Heildarupphæðin var 120.000 kr. fyrir hvora konuna sem forstjórinn greiddi í 5 kopeka myntum sem eru innan við 20 aura virði hver. Samtals var þyngd launagreiðslunnar því 660 kg. sem forstjórinn afhenti konunum tveimur í 33 pokum sem voru 20 kg hver. Ástæðan fyrir þessu, að sögn AFP fréttastofunnar, voru deilur kvennanna við forstjórann um uppgjörið en þær unnu fyrir Deco-Line í borginni Vladivostok. Konunum tveimur hafði verið sagt upp störfum vegna samdráttarins í rússneska efnahagslífinu en þær áttu síðan orlofsgreiðslur inni hjá fyrirtækinu. Illa gekk að fá orlofið greitt og á endanum kærðu þær forstjórann. Hann ákvað þá að greiða þeim lokauppgjörið með þessum hætti. Forstjórinn, Konstantin Lyalikov skilur ekkert í því uppistandi sem varð í kjölfarið. „Konurnar vildu fá fullt af peningum og fengu það. Hvaða máli skiptir hvernig þær fengu greitt?," segir Lyalikov í samtali við AFP. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tvær rússneskar konur urðu fyrir óþægilegri lífreynslu þegar forstjóri þeirra ákvað að gera upp lokalaunagreiðslur þeirra í mynt. Í heild vógu launin yfir hálft tonn. Heildarupphæðin var 120.000 kr. fyrir hvora konuna sem forstjórinn greiddi í 5 kopeka myntum sem eru innan við 20 aura virði hver. Samtals var þyngd launagreiðslunnar því 660 kg. sem forstjórinn afhenti konunum tveimur í 33 pokum sem voru 20 kg hver. Ástæðan fyrir þessu, að sögn AFP fréttastofunnar, voru deilur kvennanna við forstjórann um uppgjörið en þær unnu fyrir Deco-Line í borginni Vladivostok. Konunum tveimur hafði verið sagt upp störfum vegna samdráttarins í rússneska efnahagslífinu en þær áttu síðan orlofsgreiðslur inni hjá fyrirtækinu. Illa gekk að fá orlofið greitt og á endanum kærðu þær forstjórann. Hann ákvað þá að greiða þeim lokauppgjörið með þessum hætti. Forstjórinn, Konstantin Lyalikov skilur ekkert í því uppistandi sem varð í kjölfarið. „Konurnar vildu fá fullt af peningum og fengu það. Hvaða máli skiptir hvernig þær fengu greitt?," segir Lyalikov í samtali við AFP.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira