Methalli á fjárlögum Danmerkur fyrir næsta ár 25. ágúst 2009 11:30 Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana. Mynd/ AFP. Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Danska ríkisstjórnin mun afgreiða fjárlög ríkisins fyrir næsta ár með meiri halla en áður hefur þekkst í sögunni. Gatið í fjárlögunum mun nema 86 milljörðum danskra kr. eða um 2.000 milljörðum kr. Í umfjöllun um málið á börsen.dk segir að megin ástæðan fyrir þessum mikla halla sé einkum sú að efnahagskreppan hefur dregið verulega úr sköttum og gjöldum til ríkissjóðs. Á sama tíma hafa útgjöldin vaxið töluvert, til dæmis atvinnuleysisbætur. Haft er eftir Claus Hjort Frederiksen fjármálaráðherra Dana að auk fyrrgreindra atriða komi svo víðtækar aðgerðir stjórnvalda á fyrri helming þessa árs til að bregðast við efnahagskreppunni. Börsen.dk nefnir að í maí s.l. hafi Claus Hjort sagt að hallinn yrði um 60 milljarðar danskra kr. en nú hafa 26 milljarðar bæst við þá tölu. Hvað árið í ár varðar reikna stjórnvöld með að hallinn á fjárlögum nemi 33,5 milljörðum danskra kr. sem er 2% af landsframleiðslu Danmerkur. Spáin í maí s.l. hljóðaði hinsvegar upp á 22,5 milljarða danskra kr. Hallinn á næsta ári mun nema tæpum 5% af landsframleiðslu en til samanburðar má nefna að hallinn á fjárlögum Danmerkur árið 1982 nam tæpum 10% af landsframleiðslu. Þá var heildarupphæðin þó töluvert lægri eða rúmlega 58 milljarðar danskra kr.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira